141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:49]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Nú eru greidd atkvæði um síðustu fjárlög ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Á þessum tíma höfum við náð halla ríkissjóðs úr 14% af þjóðarframleiðslu niður í 0,3%. Kosningafjárlög jafnaðarmanna birtast hér skýrt: Hér er ábyrg stjórn ríkisfjármála. Á sama tíma höfum við aukið jöfnuð, hækkað lægstu bætur, skattleysismörk og barnabætur, við höfum farið í auknar niðurgreiðslur á tannlækningum barna og birtum lengt og eflt fæðingarorlof. Á þeim tíma komum við líka fram með stórfellda uppbyggingu í innviðum og eflingu atvinnulífs hér á landi. Svona stýra jafnaðarmenn og það er eins gott að jafnaðarmenn muni fara með sigur af hólmi í næstu kosningum því þeir hafa sýnt að þeir efla velferðarkerfið og styrkja atvinnulífið á sama tíma og þeir sýna ábyrgð í ríkisfjármálum.