145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

skattar og gjöld.

373. mál
[18:56]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég neyðist til að koma hingað upp og leiðrétta einn einfaldan hlut og hann er sá að nefndin, hv. efnahags- og viðskiptanefnd leggur ekkert til. Það eina sem lagt er til er það sem kemur fram í frumvarpinu. Ég ítreka það að nefndin fjallaði eins lítið um þetta og hugsast gat og hafði ekki fyrir því að nefna þetta einu orði í nefndaráliti sínu þannig að umfjöllun nefndarinnar er nákvæmlega engin eins og hún birtist hér á blöðum. Ég vil að þetta sé til í þingtíðindum á efsta degi.