151. löggjafarþing — 58. fundur,  23. feb. 2021.

málefni lögreglu.

[13:29]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P):

Forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Mig langar að taka þetta kannski skrefi lengra og spyrja um annað sem hefur komið fram í umræðunni, sem er ákall frá lögreglunni um að vera með sambærilegar heimildir og lögregla annars staðar á Norðurlöndunum, svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir. Mig langar að spyrja ráðherra hver stefnumörkun dómsmálaráðuneytisins væri ef ákall um slíkar heimildir yrði hærra og ýtt meira á að fá slíkar heimildir fyrir lögreglu. Hver er stefnumörkun dómsmálaráðuneytisins hvað varðar forvirkar rannsóknarheimildir?