151. löggjafarþing — 58. fundur,  23. feb. 2021.

aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum.

36. mál
[13:53]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Forseti. Ég fékk þá endurgjöf að ég hefði hljómað reið þegar ég kom upp í atkvæðagreiðslu. Ég vil skýra frá því að ég er ekki reið. Ég er alsæl, himinsæl og glöð að málið sé komið þetta langt. Ég tel fullvíst að flutningsmaður tillögunnar fylgist spennt með heima, með barn í fanginu, farsælum framgangi máls síns hér innan þings, enda er taflan iðjagræn. Pólitíska samstaðan sem náðst hefur um málið er að mati þeirrar sem hér stendur Alþingi til sóma og ég segi að sjálfsögðu já.