151. löggjafarþing — 58. fundur,  23. feb. 2021.

mat á umhverfisáhrifum.

156. mál
[15:38]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni fyrir andsvarið og ætla að byrja á að biðja hann afsökunar á því að ég sagði að hér væri enginn í salnum nema við þingflokkur Flokks fólksins, en svo sannarlega var hv. þingmaður hér að fylgjast með umræðunni. Hitt er að ég hafði heldur ekki gert mér grein fyrir því að hv. þingmaður væri með sambærilegt frumvarp.

En við erum með þetta lága viðmið, þennan lága þröskuld, því að okkur skildist að þetta væri viðmið sem gæti nýst í þær virkjanir sem ég talaði um sem væru til einkanota, eins og ég nefndi áðan. Í sambandi við samráðshópinn þá hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég geti farið að tala um það af einhverju viti hér í ræðustólnum, því miður.