153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

viðvera stjórnarliða í þingsal.

[16:12]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Nú erum við að fara að hefja umræðu um mál sem við hjá Pírötum höfum bent á að ætti að fara aftur inn í nefnd svo hægt sé að taka betri umræðu um það hér. Nú er umræðan að hefjast og ég sé því miður enga hv. þingmenn hér inni sem greiddu atkvæði með því að hér yrði lengdur fundur. Mig langaði bara að skora bæði á þessa hv. þingmenn og þá hæstv. ráðherra sem við höfum óskað eftir að taki þátt í efnislegum umræðum, að þeir láti lýðræðið og þinglega meðferð ganga áfram og taki þátt í þessum umræðum í stað þess að fara út í bæ og gera eitthvað allt annað. Hér eiga þeir að vera, hér eiga þeir að vera að vinna og við viljum bara endilega sjá þá, herra forseti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)