Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[22:18]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég sé á mætingartöflunni hérna frammi að það eru minnst átta stjórnarþingmenn í húsi. Ég ætla að hvetja þau til þess að koma og taka þátt í þessari umræðu með okkur, við söknum ykkar sárlega. Ég vona að ég misbjóði ykkur ekki líkt og þegar hæstv. fjármálaráðherra misbauð þessi krafa okkar um að þau tækju þátt í umræðum um sitt eigið mál. Þetta er flókið mál. Þetta er þungt mál. Það eru stórar spurningar sem að vakna. Það eru stórar spurningar sem við myndum gjarnan vilja fá svör við. Ég væri til í að vita: Finnst ykkur í alvörunni í lagi að samþykkja þetta? Finnst ykkur það ekki í lagi en teljið ykkur þurfa að samþykkja þetta? Eða eru einhver ákveðin atriði sem við getum reynt að ná sameiginlegum skilningi um? Ég bara hvet ykkur öll, sjö talsins, sem hafið tök á að koma hingað í salinn og spjalla við okkur um þetta mál.