154. löggjafarþing — 58. fundur,  24. jan. 2024.

útflutningsleki til Rússlands.

529. mál
[16:00]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf):

Hæstv. forseti. Mig langar að þakka fyrir þessa góðu fyrirspurn frá hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttur sem hefur orðið til þess að utanríkisráðherra hefur tekið saman upplýsingar um útflutning til þessara ríkja sem grunur er uppi um að séu hugsanlega nýtt til að skauta fram hjá þessum útflutningshömlum eða þessum viðskiptahömlum sem hafa verið settar á Rússa. Það er mjög gagnlegt að heyra þessar tölur og vil ég þakka fyrir þær og áhugavert hvað við erum í rauninni slöpp að flytja út til þessara Mið-Asíuríkja og klárt að þar er eitthvert tækifæri því að maður veit til þess að sum þeirra búa við ágætisefnahag. Hins vegar vitum við líka að viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Vesturlanda voru allt of lengi á leiðinni og hafa bitið of lítið. Til að mynda óx rússneska hagkerfið örlítið í fyrra sem er auðvitað fáránlegt undir þeim kringumstæðum sem þeim eru búnar á alþjóðlegum mörkuðum.