135. löggjafarþing — 59. fundur,  5. feb. 2008.

ávörp í þingræðum.

[14:59]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp til þess að spyrjast fyrir um það hvort ekki sé samræmi í stjórn fundarins innan forsætisnefndar á meðal forseta, eftir því hver stjórnar fundi. Ég tók eftir því að hæstv. ráðherra fór ekki rétt með þingsköp hér, hann þúaði þingmenn úti í sal o.fl. í þeim dúr, sem á ekki að gera. Ég veit að stundum gera forsetar alvarlegar athugasemdir við þingmenn og ráðherra ef þeir fara eitthvað út fyrir rammann og því spyr ég: Er ekki annaðhvort að gera það alltaf eða bara að sleppa því, hæstv. forseti?