136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[20:51]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Því miður get ég ekki veitt hv. þingmanni mikil svör um það efni sem hún helgaði ræðu sína. Það er hefð fyrir því að bótaliðir eins og hér er um að ræða séu færðir í fjármálaráðuneytinu þó að efnisatriði máls heyri undir önnur ráðuneyti. Sú nefnd sem um þetta fjallar heyrir undir forsætisráðuneytið. Í samræmi við þær upplýsingar sem frá henni koma má gera ráð fyrir að verði farið að í þeim efnum sem eru í frumvarpinu, í samræmi við hefðir um það hvaða bótaliðir eru virtir.