143. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2014.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:37]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar að þakka stjórnarandstöðunni fyrir þessa umræðu sem hefur verið bæði lágstemmd og málefnaleg. Mig langar þó að geta eins. Hv. þm. Sigrún Magnúsdóttir kom hér upp áðan og tók fram að hún hefði á sínum tíma ekki talið sig hafa gert nokkurt samkomulag. Hún steig í pontu í kjölfarið og baðst afsökunar á því ef hún hefði á einhvern hátt ýjað að því að slíkt samkomulag hefði verið gert.

Ég velti því fyrir mér, hv. þingmenn og virðulegi forseti, hvort slíkt dugi ekki og hvort við eigum ekki að reyna öll í sameiningu að gefa nýjum þingmönnum tækifæri til að leiðrétta orð sem gætu hafa misskilist og skilja þar við, en ekki rifja það endalaust upp dag eftir dag. (Forseti hringir.) Ég velti þessu fyrir mér, virðulegi forseti, og vil þakka stjórnarandstöðunni fyrir að hafa ekki gripið hér (Gripið fram í.) — nú, ég ætlaði að þakka fyrir (Forseti hringir.) að enginn hefði gripið fram í, en …