145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:46]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka fjárlaganefnd fyrir að setja fjármuni í Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, sem hefur það að markmiði að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi. Það hefur verið góður samhljómur um þetta verkefni meðal allra þingmanna Norðausturkjördæmis.

Um leið og ég þakka líka hæstv. húsnæðis- og félagsmálaráðherra kærlega fyrir hennar þátt í þessu þakka ég fyrir samvinnuna. Það er samvinna sem skilaði því að við erum ekki bara búin að setja 5 milljónir hér í þetta verkefni heldur líka við 2. umr. sem gerir þá samtals 10 milljónir.

Ég er enn fremur þakklátur fyrir þá samstöðu sem er um það á Alþingi að setja aukna fjármuni í þetta góða verkefni.