146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[18:46]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir sitt seinna andsvar. Ég tel umhyggjuna góða sem hv. þingmaður sýnir gufurum, að þeir þurfi ekki að þola óbeinar reykingar reykingamanna sem fá að hírast undir húsvegg. Ég held að ef þetta væri að finna í frumvarpinu værum við farin að teygja okkur nokkuð langt þar sem við ætlum að skilgreina hvaða rými í almenna rýminu eru fyrir rafsígarettur og hvaða rými eru fyrir tóbaksreykingar. Það er þá betra að skilgreina hvar þetta er ekki leyft. Svo verður bara að leysast úr því. Það held ég að sé langskynsamlegasta lausnin í þessu.