148. löggjafarþing — 59. fundur,  3. maí 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[19:46]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Svo ég komi nú inn á það sem þingmaðurinn nefndi síðast verð ég að viðurkenna að ég vissi ekki að þetta væri í lögum. En ef þetta er svo … (KÓP: Þetta er í nefndarálitinu.) Jæja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara því. Mér finnst þetta ekki sambærilegt, ég verð nú að segja alveg eins og er.

Í sambandi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er vissulega tekið fram þar að þau eigi að njóta sannmælis, en það er svolítið vont að tengja það við það mál sem við erum að tala um hér. En að samræma aldur hvað varðar lögræði, fjárræði og kosningaaldur, ég er á því að það beri að samræma það bara í ljósi þess sem ég sagði áðan og fleiri þingmenn hafa sagt.