153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

dagskrártillaga.

[10:33]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þegar kemur að forgangsröðun mála til afgreiðslu í þinginu verður að telja fyrirætlanir forseta um að halda áðurgreindu máli á dagskrá afar óheppilegar. Fjölmörg þjóðfélagslega mikilvæg mál bíða aðkoma stjórnvalda. Mikil óvissa ríkir um efnahagsmál, verðbólga er í sögulegu hámarki og staða heimilanna erfið. Réttara væri að beina atorku þingsins í að leysa þessi þjóðþrifamál í stað þess að gera atlögu að réttindum flóttafólks að forgangsmáli sem óvíst er að standist mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þar sem málið er afar vanbúið væri réttast að vísa því aftur til allsherjar- og menntamálanefndar svo hægt sé að vinna það betur, freista þess að svara þeim spurningum sem enn er ósvarað og eiga betra samtal við umsagnaraðila.