Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:07]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Þingmaðurinn svaraði því ekki hvort hann teldi að það ríkti úlfúð gagnvart þessu frumvarpi í Reykjanesbæ. Ég óska eftir því að hann svari því. Ég minni hv. þingmann á að hann hefur á sínum ferli sem bæjarfulltrúi gagnrýnt ríkisvaldið í þessum málaflokki og samstarfið við Reykjanesbæ um móttöku flóttamanna. Hv. þingmaður talar um að það þurfi af hálfu ríkisins að bæta innviðina, en nú er það einu sinni þannig t.d. í Reykjanesbæ að það er ekkert húsnæði lengur til staðar. Ef við ætlum að taka á móti þeim mikla fjölda sem streymir til landsins — í desember voru þetta rúmlega 500 manns, fyrir þremur dögum komu 50 manns í gegnum Leifsstöð. Við erum að horfa fram á enn einn metmánuðinn fram undan núna í janúar og ef sveitarfélögin hafa ekki burði til að taka á móti þessu og eiga samstarf við ríkisvaldið, sem er nauðsynlegt, hvernig eigum við þá að fara að þessu, hv. þingmaður?