Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:28]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hennar andsvar. Ég tek undir þetta. Ég óttast það ef við erum að vísa fólki út í óvissuna. Það er rétt sem kemur fram í umsögn þeirra presta sem sinna þessum hópi að þetta mun hafa afleiðingar í för með sér og reyna á t.d. félagsþjónustu sveitarfélaga. Fólk mun búa einhvers staðar, á götunni eða inni á einhverjum sem sýnir fólki umburðarlyndi og tekur við því. Það kemur líka fram í umsögn læknanna að þeir munu ekki neita fólki um heilbrigðisþjónustu nema einhver dómsúrskurður falli um það. Jú, nefndin verður að skoða þetta ákvæði. Það er ómögulegt að hýsa fólk á götunum.