Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

um fundarstjórn.

[19:02]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég tek undir beiðni hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar og bæti við hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra. Við erum að glíma við ákveðna hliðarverkun í þessu frumvarpi, þ.e. ef fólk missir réttindi sín geti þau fallið undir réttindi útlendings í neyð samkvæmt reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það þarf að vera skýrt hvort það á við eða ekki. Við getum ekki spurt ráðherra í nefndinni þannig að við verðum bara að spyrja hann hérna í ræðustóli Alþingis. Það væri gott að fá að vita hvort ráðherrar ætli að mæta eða ekki, hvort þau viti af beiðni okkar en segi bara nei og ætli að hunsa okkur eða hvort þau ætli að mæta einhvern tímann.

Einnig ítreka ég beiðni mína til forseta frá því í fyrri fundarstjórnum um að segja okkur hvenær þingfundi á að ljúka. Það er mjög skrýtið að forseti geti sett ákveðið langan þingfund (Forseti hringir.) og bara haldið því út af fyrir sig hvernig dagskrá fundarins á að vera, þ.e. hversu lengi. (Forseti hringir.) Ef forseti gæti upplýst þingheim um það þá væri það mjög vel þegið.