Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:45]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér höfum við þingmenn komið upp mjög oft og talað um það að frumvarp og vinnsla hv. allsherjar- og menntamálanefndar á þessu frumvarpi stangist á við stjórnarskrá, stangist á við alþjóðlega sáttmála. Nú hef ég séð hv. þingmann og formann allsherjar- og menntamálanefndar, Bryndísi Haraldsdóttur, hér í kringum þingsalinn og ég lýsi bara furðu minni yfir því að hv. þingmaður komi ekki og verji þessi vinnubrögð sín og verji það af hverju meiri hluti nefndarinnar telur að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum. Það er ekki einu sinni þor hjá stjórnarþingmönnum að koma hérna og verja þessar ásakanir, (Forseti hringir.) hvað þá að fá utanaðkomandi hlutlaust mat á því. Komið þið nú hér og talið við okkur í stað þess að fela ykkur í þingflokksherbergjum.