139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

lögreglulög.

405. mál
[18:02]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég tek undir tillögur hv. þm. Birgis Ármannssonar um málsmeðferð í nefndinni en auðvitað ræðum við það betur þegar þar að kemur.

Ég kom kannski einkum hingað upp til að segja um sameiginlega ákvörðun okkar hv. þingmanns, um að víkja frá hinum ýtrustu forms- og reglukröfum í því frumvarpi sem hann minntist á og fór í gegnum umhverfisnefnd, að þar vissum við að minnsta kosti hvað við vorum að gera.