145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[10:35]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Minni hluti fjárlaganefndar leggur fram breytingartillögu sem varðar kjör aldraðra og öryrkja. Við gerum það vegna þess að við höfum orðið vör við misskilning í umræðunni hér. Þeir hv. stjórnarþingmenn sem þó hafa tjáð sig um málið halda því fram að með 9,7% hækkun 1. janúar sé afturvirknin á árinu 2015 komin. Staðreyndin er hins vegar sú að lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um að minnsta kosti 10,9% 1. maí. Munurinn á kjörum lægstu launa á vinnumarkaði og aldraðra og öryrkja er því að minnsta kosti 260 þús. kr. á árinu 2015 og það verður ekki bætt upp með 9,7% hækkun á mánaðarlaunum 1. janúar.

Þarna er misskilningur og við gefum hv. stjórnarliðum tækifæri til að endurskoða hug sinn með því að leggja tillöguna fram örlítið breytta.