145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:54]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Samfélag þar sem aðeins hluti þeirra sem búa í landinu nýtur velferðar er ekki velferðarsamfélag. Það er neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, á húsnæðismarkaði og meðal allt of margra þeirra sem búa við veikindi og þurfa að fá greitt frá Tryggingastofnun. Fólk á mjög erfitt með að draga fram lífið. Eins og ég hef áður sagt var vitað að við næðum í sjálfu sér ekki þeim árangri sem við í minni hlutanum höfum lagt upp með sameiginlega, að hvetja meiri hlutann til að framkvæma þann sjálfsagða gjörning að öryrkjar og eldri borgarar fái sambærilegar kjarabætur og aðrir þannig að þeim sé greitt afturvirkt eins og var til dæmis gert fyrir okkur. (Forseti hringir.)

Ég verð bara að segja að eina leiðin til að breyta þessu er að hafa öðruvísi stjórnarfar.