145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:07]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér leggur minni hlutinn til að gjald vegna Ríkisútvarpsins hækki um 425 millj. kr. og það komi frá útvarpsgjaldinu sem verði 18.370 kr. Ég vil ítreka að sú leið sem virðist ætla að verða ofan á hjá stjórnarmeirihlutanum, þ.e. að úthluta Ríkisútvarpinu aukaframlagi af fjárlögum, er ekki góð leið við rekstur almannaútvarps. Útvarpsgjaldið á að standa undir rekstrinum og því leggjum við til að Ríkisútvarpið fái eðlilega fjárhæð af útvarpsgjaldi.

Ég segi já við þessari tillögu en það hryggir mig að sjá meiri hlutann hér virðast ætla að fella hana og fara leið sem hvergi hefur tekist vel þegar kemur að rekstri almannaútvarpa, þ.e. að setja inn aukaframlög af fjárlögum í þann rekstur í staðinn fyrir að þetta sé hreinn og klár tekjustofn.

Ég segi já.