145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:55]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Virðulegi forseti. Það er dapurlegt að sjá þá stjórnarandstöðuþingmenn sem ekki styðja þessa tillögu en þeir hafa nokkrir flutt sig yfir á græna takkann og ég hvet til þess að það haldi áfram, til að mynda hv. þm. Kristján L. Möller og hv. þm. Birgitta Jónsdóttir. Ég hvet ykkur til þess að færa ykkur yfir á græna takkann vegna þess að það er gott mál að við séum að setja fé í fráflæðisvanda Landspítalans.

Það er eitt sem hv. þm. Árni Páll Árnason gleymdi áðan. Vegna þess að skynsemin sigraði þá óskynsemi sem hann viðraði er núna milli umræðna að koma inn fjármagn og eignir frá slitabúum föllnu bankanna. (Gripið fram í.) [Háreysti í þingsal.] Fjárhagsstaða ríkissjóðs batnar vegna þess að við erum að yfirtaka eignir þessara þrotabúa og þá eigum við að veita fjármagn í auknum mæli til heilbrigðisþjónustunnar vegna þess að skynsemin sigraði óskynsemi hv. þm. Árna Páls Árnasonar. [Háreysti í þingsal.]

Forseti. Geturðu látið fjarlægja þennan óeirðasegg úr salnum? [Hlátur í þingsal.] (ÁPÁ: Fyrst að taka …)