146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

tóbaksvarnir.

431. mál
[16:32]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er ég almennt á þeirri skoðun að fólk ætti að fá að nota þau efni sem það kýs innan marka heilbrigðrar skynsemi, en hugsanlega er eðlilegt að setja einhverjar reglur þar um. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra nánar út í innleiðinguna sem hér er um að ræða. Hér er vissulega verið að innleiða reglur frá Evrópu. Sérstaklega langar mig að spyrja um tvennt. Annars vegar er sérstaklega kveðið á um í þessari reglugerð, og kemur fram í spurningu á heimasíðu Evrópusambandsins, að hún tekur einungis til þeirra sígarettna, e-rafrettna, sem innihalda nikótín. Ég velti fyrir mér hvort það sé algjörlega skýrt að svo sé, því að í frumvarpinu segir, með leyfi forseta:

„Með rafsígarettum er í lögum þessum átt við vöru sem hægt er að nota til neyslu á gufu, sem inniheldur nikótín, með munnstykki, eða einhvern hluta þeirrar vöru …“

Ég spyr einnig hvort frumvarpið og þessi íþyngjandi þáttur þess taki einnig til vara sem ekki innihalda nikótín (Forseti hringir.)og hvort við séum ekki að ganga lengra en þörf krefur hvað það varðar.