146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

um fundarstjórn.

[21:42]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Mig langar rétt að taka undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni og segja að mér finnst mjög bagalegt að fara inn í umræðuna án þess að við séum búin að fá þennan staðal í hendur og lesa. En þar sem við erum nú stimamjúkt fólk að öllu leyti munum við ekki endilega segja þvert nei við því að það verði gert. En það hefði verið fagmannlegra, minna fúsk, ef við hefðum haft þetta í höndunum. Mig langar að beina því til forseta hvort sé ekki hægt að koma því þannig fyrir að staðallinn bíði okkar í hólfunum okkar þegar við komum til starfa á morgun og höldum áfram störfum. Svo finnst mér pínulítið bagalegt hversu þunnt ráðherrabekkurinn er skipaður og salurinn að mörgu leyti varðandi eitt af stóru málum núverandi hæstv. ríkisstjórnar. Ég verð að játa það.