153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:51]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta mál er grafalvarlegt og það er hægt að ræða það út frá ýmsum hliðum, út frá framkvæmdarvaldi, út frá því hlutverki sem við höfum hér í þessum sal og einnig út frá þjóðaröryggismálum. Það er meginhlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna öryggisgæslu, björgun og löggæslu á hafinu og til slíkra starfa var þessi flugvél keypt. Ríkisendurskoðun gerði í úttekt sinni athugasemdir við að hún væri ekki tiltæk til þessara starfa vegna útleigu og gagnrýndi það. Þessi aðgerð sem dómsmálaráðherra virðist ætla að ráðast í varðar þjóðaröryggi og hlýtur að verða til umræðu í þjóðaröryggisráði á næsta fundi.