Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:01]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég bý fjölmenningarsamfélagi og hef gert það í mörg ár. Yfirskrift míns sveitarfélags er: Í krafti fjölbreytileikans. Við höfum séð það að þrátt fyrir að það geti verið alls konar byrjunarörðugleikar þegar við erum að aðlagast fólki sem er að flytja til okkar og það að aðlagast okkur, þá er það bara þannig að samfélagið okkar væri ekki neitt nema vegna þeirra sem flust hafa til okkar. Við erum með stór og mikil fyrirtæki allt í kringum okkur: Isavia, Icelandair, Airport Associates, Bláfugl og fleiri og fleiri fyrirtæki sem byggja sína starfsemi á fólki sem kemur utan frá. Þau gætu bara ekki rekið sig — ég veit að Icelandair fer til Póllands á hverju ári og sækir fólk til þess að koma og vinna á Íslandi. Þannig að staðan er sú að þessir meintu útlendingur hafa gert samfélag okkar fjölbreyttara og gert það að verkum að fyrirtækið hafa getað lifað.