Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Við höfum einmitt lagt fram tillögu um að færa málið aftur inn í nefnd til að það sé hægt að ræða þessi mýmörgu atriði sem eru í þessu frumvarpi en meiri hlutinn hérna í dag einfaldlega sagði bara: Nei, við skulum ekki gera það. Þau eru með því að segja: Allt í lagi, þá tökum við nefndarumræðuna bara hérna í ræðustól Alþingis en þau láta lítið sjá sig. Hv. þm. Birgir Þórarinsson kom inn í eitt andsvar. Það er gott og blessað en táknrænt frekar en eitthvað innihaldsríkt. Annað sem við glímum dálítið við er að forseti situr á sama tíma og segir: Heyrðu, ég ætla að hafa lengri þingfund. Hversu miklu lengri þingfund? Hvenær á þingfundur að vera? Nákvæmlega eins og ráðherra sem segir bara: Já, ég veit það og það er búið að láta vita, ég ætla bara að vera smá hrokafullur og segja ekki hvað mér finnst um það. Ég ætla ekkert að segja hvort ég ætla að mæta, ég ætla ekkert að segja hvenær ég ætla að mæta, ég ætla ekki að segja neitt. Sama er með forseta, hann segir bara: Það er lengri þingfundur, ha ha, við verðurm hérna til tvö í nótt eða þrjú eða fjögur, hver veit? (Forseti hringir.) Bara ég, þið megið ekki vita það.

Það er svo barnalegt að hafa þetta svona. Það eru bara smá faglegheit að láta fólk vita hvernig skipulagið eigi að vera hérna ef það á endilega að haga þessu svona.