Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:25]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þegar þingmenn setjast á Alþingi Íslendinga undirrita þeir eftirfarandi yfirlýsingu, oft kallaða drengskapareið: Ég undirskrifaður sem kosinn er þingmaður til Alþingis Íslendinga heiti því að viðlögðum drengskap mínum og heiðri að halda stjórnarskrá landsins. Nú er verið að benda á það, ekki bara af þingmönnum Pírata heldur af nokkrum af okkar löglærðustu samtökum, sem eru hér til að berjast fyrir mannréttindum og því að stjórnarskránni sé fylgt, að hér sé verið að þvinga þingmenn til þess að brjóta stjórnarskrána.

Ég spyr, virðulegi forseti: Er ekki slæmur bragur á því að vera að keyra hér í gegn frumvarp sem mun gera það að verkum að þeir þingmenn sem greiða atkvæði með því eru að brjóta drengskaparheit sitt?