Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:46]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er þetta með tímann og hvernig við nýtum hann. Ég er dálítið hugsi yfir því hvað stjórnarliðar nýttu illa tímann í kringum áramót. Þegar stuttu fyrir jól stjórnarmeirihlutinn sætti sig loksins við orðinn hlut og samþykkti að fresta umfjöllun um þetta mál fram yfir áramót og samþykkti að taka það til efnislegrar umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þá hefði þeim verið í lófa lagið að vinna málið betur. Það hefði verið gráupplagt fyrir þau að hlusta aðeins á gestina sem mættu og gera einhverjar breytingar áður en málið var tekið til 2. umr. Í staðinn þá, í einhverju þrjóskukasti, ákvað forysta stjórnarflokkanna að setja þetta mál fyrst af öllum á dagskrá fyrsta þingfundar eftir jól og hefur haldið þessu þrjóskukasti áfram, troðið þessu máli alltaf fyrst á dagskrá alla þingfundadaga þessa árs. Þetta er forgangsröðun forseta. Þetta er forgangsröðun Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. (Forseti hringir.) Þetta er forgangsröðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, að troða útlendingafrumvarpi á dagskrá (Forseti hringir.) þingsins dag eftir dag frekar en að vinna það almennilega og koma svo og ræða það.