Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[03:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er ákveðin taktík að svara ekki heldur leiða hjá sér svona spurningar. En við höldum dagskránni bara gangandi á meðan ráðherra veit ekki hvað hann ætlar að gera í þessu máli, báðir ráðherrarnir í rauninni, félags- og vinnumarkaðsráðherra líka. Það er bara ágætt að þeir viti af því.

Forseti er líka í ákveðnum taktískum gír að ákveða þingfund bara eftir því sem honum finnst og líður. Það er rosalega skrýtið að sjá hér starfsfólk frammi sem veit í rauninni ekkert hvenær það er að fara heim eða því um líkt. Það er mjög undarleg og í rauninni ákveðin ofbeldisstjórnun að halda fólki hér: Ég veit hvenær þingfundur klárast, enginn annar, nanana búbú og svona. Þetta er voðalega skrýtin, rosa gamaldags kallastjórnun.