Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  3. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[03:50]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Já, það er sannarlega pínulítið undarlegt að halda þingfundi áfram svona fram eftir nóttu, kannski ekki síst þar sem ég geri ráð fyrir að það geri öðrum þingmönnum erfitt fyrir að koma hingað til þess að eiga þátt í samtalinu með okkur, sem er það sem við erum fyrst og fremst að óska eftir. Við skirrumst hins vegar að sjálfsögðu ekki við að sinna okkar starfi þannig að við tökum því eins og það er.

En ég lýsi aftur vonbrigðum mínum yfir því að þetta takmarkar tækifæri annarra þingmanna, hvað þá hæstv. ráðherra sem eru mjög uppteknir og þurfa sinn nætursvefn, til að koma og taka þátt í þessari umræðu með okkur.