131. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2004.

Norsk-íslenski síldarstofninn.

[15:23]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. að milljarðahagsmunir eru í húfi og það fer ekki fram hjá okkur í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins vegar þurfum við að gæta að því þegar við ákveðum hvað er gert, hver staðan er, hvað sé nauðsynlegt að gera og í hvaða tilgangi við gerum hlutina og fyrr en við höfum skýra mynd af því getum við ekki tekið ákvarðanir um hvað við teljum nauðsynlegt að gera. En ég ítreka að ég sé ekkert sem við gætum ekki framkvæmt sem við teldum nauðsynlegt að gera.