150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[17:05]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að tala um frumvarp um tekjuskatt einstaklinga, barnabætur og persónuafslátt. Ég vil spyrja hæstv. fjármálaráðherra: 2,5% hækkun varð á gjöldum en nú á að lækka persónuafsláttinn um 3.000 kr. í fyrstu atrennu. 3.000 kr. lækkun á persónuafslætti þýðir bara að flestir lífeyrislaunaþegar eru að missa eftir skatt rúmlega 1,5% af sínum tekjum. En fyrir hátekjumenn eins og við þingmenn erum þýðir þetta núll komma eitthvað prósent. Væri ekki miklu nær að hafa þetta óbreytt eins og var hægt að gera við frítekjumark öryrkja með vinnu? Eða þá að hækka afsláttinn og halda áfram að hækka hann samkvæmt verðlagsvísitölu? Eða í þriðja lagi að láta hann fjara út, hann gagnist mest þeim sem eru á lægstum launum og fjari svo út og hverfi hjá þeim sem eru með hæstu launin?