152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

afglæpavæðing neysluskammta.

[13:16]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Auðvitað er hæstv. ráðherra sem hér stendur full alvara með þessu máli. En við viljum líka ná árangri og við í ráðuneytinu munum fara í þá vinnu að ræða við þá aðila sem ég kom að í fyrra svari til að við náum árangri með þessari stefnumörkun og hún sé í samhengi við aðra stefnumörkun á sviði forvarna, lýðheilsu o.s.frv. Ég bendi á … (HallM: Mun þetta pottþétt komast að?) Já, (HallM: Frábært.) það er á þingmálaskrá og ég get dregið það fram að fulltrúar dómsmálaráðuneytis, ríkislögreglustjóra, frjáls félagasamtök sem veita þjónustu á vettvangi og fólk sem er í virkri vímuefnanotkun — við höfum líka hlustað á þá aðila, hvernig þetta gagnast, til að ná þá árangri með þessa vinnu. Það er alþjóðleg nefnd sem heitir, með leyfi forseta, Global Commission on Drug Policy sem hefur verið í forsvari víða í heiminum (Forseti hringir.) þar sem þessi leið hefur verið farin í heildarstefnunni.