152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[16:08]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil líka taka undir þetta. Ég held að skýringin á því að stjórnarþingmenn eru ekki hérna í salnum liggi kannski í því að þeir skammist sín fyrir og þori ekki að taka þátt í umræðunni um eldri borgara og öryrkja. En af gamalli reynslu þá er ég farinn að hallast að því að þeir skammast sín ekki fyrir eitt eða neitt, eru eiginlega stoltir af því miðað við hvernig þeir koma hérna, ég held að það séu þrír hæstv. ráðherrar búnir að lofsyngja þetta 1% auka fyrir öryrkja. En það er alltaf von. Það var einn stjórnarþingmaður í salnum áðan og mér sýnist sá stjórnarþingmaður ætla að láta sjá sig aftur í salnum og það er þá kannski von að einhverjir fleiri láti sjá sig. Mér finnst það eiginlega bara sjálfsagt, þetta eru þeirra fjárlög, að stjórnarþingmenn láti sjá sig hérna.