152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[16:27]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Fyrir utan ráðherrana sem voru kallaðir til andsvara í fjárlagaumræðunni fyrir helgi talaði enginn stjórnarliði á laugardaginn. Það töluðu tveir stjórnarliðar um fjögurleytið á föstudaginn og enginn stjórnarliði eftir kvöldmat á fimmtudaginn, fyrir utan einn sem tók nokkur andsvör. Það er því ekki bara í þessu máli sem stjórnarliðar eru að skrópa og skila auðu heldur líka í fjárlögunum sem eru hin hliðin á ríkisfjármálunum.

Frú forseti. Þingið tók sitt lengsta hlé í rúma þrjá áratugi eftir að því var frestað í vor. Í hálft ár þurfti fólk ekki að mæta hingað til að ræða þróun samfélagsins, í þessari málstofu lýðræðisins. Í hálft ár gátum við ekki haft aðhald með ríkisstjórninni. Við erum á sjötta fundi kjörtímabilsins og er nokkuð til of mikils mælst að fólk fari að mæta í vinnuna?