152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

friðlýsing fráfarandi umhverfisráðherra.

[13:53]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Já, já, Samfylkingin mun auðvitað skoða sína stöðu. Það er bara býsna auðvelt að hafa tapað með reisn miðað við það að sitja í skjóli einhvers sigurs sem þó voru verstu kosningar í manna minnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gera það mjög illa. Hæstv. ráðherra talar yfirleitt um að byrja að dýpka og þroska umræðuna þegar hann er kominn í vanda. Við vorum einfaldlega ekki í neinum færum til að hafa eftirlit svo vikum og mánuðum skipti með þessari ríkisstjórn. Ég óska þá eftir því að hæstv. ríkisstjórn, að eigin frumkvæði, leggi fram lista yfir öll útgjöld sem áttu sér stað frá þinglokum og fram að lyklaskiptum og jafnframt akstursdagbækur.