Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega.

4. mál
[20:33]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir. Það var sannarlega ekki ætlunin að stela senunni hérna og tala um þingmál Pírata. (Gripið fram í.) Þetta er bara svo nátengt og hugmyndin að baki held ég að sé sú sama og hún er sú að að við getum öll fengið að njóta virðingar óháð þeim aðstæðum sem við erum í. Hækkun skattleysismarka nýtist sannarlega öllum, líka þeim sem eru með háar tekjur, þótt það sé hlutfallslega langtum minna eins og sanngjarnt er. Ég vil ljúka máli mínu með að segja að ég styð þetta góða mál. Þetta mál er skref sem á erindi í umræðuna í dag, á meðan borgaralaunaumræðan er kannski eitthvað sem við þurfum að taka hægt og rólega inn í framtíðina.