132. löggjafarþing — 60. fundur,  7. feb. 2006.

Hlutafélög.

404. mál
[16:21]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Við erum með samkeppniseftirlit sem hefur mjög víðtækar heimildir til að grípa inn í öll fyrirtæki, ekki bara opinber hlutafélög heldur inn í hlutafélög og öll fyrirtæki á samkeppnissviði. Ég sé því ekki að þau ákvæði séu tekin úr gildi og óttast því ekki það sem hér um ræðir enda er ekki meiningin að einstaklingar eða aðrir stundi eftirlit með samkeppni. Hins vegar getur það oft gerst þegar menn setja slík lög að viðkomandi fyrirtæki bregðist þannig við að þau veiti minni upplýsingar á aðalfundi. Því miður er ekki hægt að koma í veg fyrir það. Aðalfundirnir eru opnir sem gerir það að verkum að minna af upplýsingum eru veittar einmitt vegna samkeppnissjónarmiða. Ég gat einmitt um það áðan að það er vandi að fá upplýsingar án þess að skekkja samkeppnina.