138. löggjafarþing — 60. fundur,  22. des. 2009.

breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.

318. mál
[12:04]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Það mál sem hér er til umfjöllunar er komið til einkum og sér í lagi vegna þess að þegar ákveðið var að leggja á sérstaka umhverfis- og orkuskatta kom auðvitað í ljós að þannig var búið lagalega og samningslega um umhverfi stóriðjufyrirtækjanna í landinu af hálfu hægri flokkanna sem gerðu það hér á árum áður að það er ekki hægt að leggja á þá sérstaka umhverfis- og orkuskatta. Niðurstaðan í samningaviðræðum milli ríkisins, þessara fyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins varð að þau legðu inn í ríkissjóð með þessum hætti á þessum þremur árum. Þetta er auðvitað ekki besta leiðin til þess en þetta er eina færa leiðin miðað við það umhverfi sem við bjuggum við. Þess vegna er sanngjarnt að afgreiða þetta mál svona og ég segi já.