149. löggjafarþing — 60. fundur,  31. jan. 2019.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

495. mál
[16:08]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það kemur fram í greinargerð frumvarpsins að sérstaklega hafi verið óskað eftir umsögn Persónuverndar en þá umsögn er hvergi að finna. Stofnunin hefur veitt umsögnina, það kemur fram í greinargerðinni, og það stendur að sérstaklega hafi verið tekið tillit til þeirra athugasemda. En umsögnina er hvergi að finna og hún var ekki í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvers vegna umsögnin var ekki birt og hvort hann teldi ekki rétt að birta hana.