150. löggjafarþing — 60. fundur,  18. feb. 2020.

kolefnismerking á kjötvörur og garðyrkjuafurðir til manneldis.

265. mál
[18:47]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef í sjálfu sér bara eina einfalda spurningu og það er af hverju eingöngu er lagt til að merkt sé kolefnisspor af flutningi. Hv. þingmenn komu svo sem aðeins inn á þetta í fyrri andsvörum en mér fannst það samt ekki alveg koma skýrt fram. Það væri ágætt að heyra afstöðu þingmannsins og framsögumanns þessa ágæta máls til þess hvort ekki væri skynsamlegt að merkja heildarkolefnisspor vörunnar þó að það geti vissulega verið sundurliðað eftir einstökum þáttum, út frá uppruna losunar. Hvers vegna er verið að afmarka þessa merkingu einvörðungu við kolefnisspor vegna flutnings en ekki heildarframleiðsluferils vörunnar?