151. löggjafarþing — 60. fundur,  25. feb. 2021.

fjármálafyrirtæki.

7. mál
[13:42]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp sem byggist á margra ára vinnu sérfræðinga, það er starfshópur frá 2017 á vegum hæstv. fjármálaráðherra, það er nefnd á vegum fjármálaráðherra sem skilaði af sér 2018 og síðan er það hvítbókin sem kom út og við ræddum hér ítarlega. Þess utan höfum við gert róttækar breytingar á áhættuvörnum íslenska fjármálakerfisins. Þær aðstæður sem eru núna eru allt aðrar en þær voru fyrir fjórum árum, hvað þá fyrir 10–12 árum. Verið er að gera skynsamlega og hófsama breytingu til að takmarka áhættu í íslensku fjármálakerfi en hún mun ekki leiða til þess, líkt og sumar breytingartillögur sem hér liggja fyrir, að kostnaður almennings, heimila og fyrirtækja af fjármálakerfinu muni aukast.