151. löggjafarþing — 60. fundur,  25. feb. 2021.

fjármálafyrirtæki.

7. mál
[13:50]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga og breytingartillögur Samfylkingarinnar eru um aðskilnað fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Á íslenskum bankamarkaði ríkir fákeppni. Með aðskilnaði fæst eftirsóknarverð samkeppni og einfaldara regluverk fyrir fjárfestingarbankastarfsemi. Að baki áhættusömum fjárfestingum, ef þessi tillaga verður samþykkt, verður Seðlabankinn hins vegar ekki með lánveitingu til þrautavara og áhættan liggur hjá þeim sem taka hana en ekki hjá almenningi. Ríkið mun hins vegar alltaf hlaupa undir bagga með bankastarfsemi sem er fjármögnuð með innlánum líkt og á við um alla þrjá kerfislega mikilvægu bankana. Þess vegna er tillaga um aðskilnað svo mikilvæg.