Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:55]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Það er alveg ótrúlegt að hlusta á ráðherra reyna að segja að hægt sé að leysa þau hlutverk sem flugvél Landhelgisgæslunnar gegnir með því að nota einhverjar aðrar flugvélar. Ég veit ekki hvaða töfralausnir ráðherra ætlar að töfra út úr erminni. Það hefur komið fram, bæði hjá Gæslunni og hjá vísindamönnum, hjá þeim sem bera ábyrgð á leit og björgun hér á landi, að þessi vél er nauðsynleg, ekki bara vegna öryggissjónarmiða heldur vegna þjóðaröryggis. Slíkar ákvarðanir teknar út í veður og vind án þess einu sinni að koma til fjárlaganefndar og biðja um meiri pening — ég bara skil ekki svona embættisfærslur og vona að þeim fari fækkandi.