Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

dagskrártillaga.

[11:04]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Frú forseti. Ég tek eftir því að þeir hæstv. ráðherrar sem hafa ekki fengist til þess að mæta hingað í þingsal til að ræða þetta mál við okkur eru eftir sem áður að greiða atkvæði með því að það verði á dagskrá. Ég auglýsi hér með enn og aftur eftir því að hæstv. mennta- og barnamálaráðherra komi hingað og ræði við okkur um réttindi barna á flótta sem til stendur að brjóta með þessu frumvarpi og hvað hann ætlar að gera til þess að standa vörð um þau. Ég lýsi sömuleiðis eftir því að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem er hér í sal til að greiða atkvæði með því að þetta mál verði á dagskrá, hunskist þá til að ræða við okkur eins og við höfum óskað eftir frá 1. umr. í þessu máli. Það er auðvitað með ólíkindum að þessir ráðherrar hunsi skýran og einbeittan vilja þingsins um að ræða þessi mál við það en sitji hér og greiði atkvæði með því að málið verði áfram á dagskrá án þess að láta svo lítið sem tala við þingið um það.