139. löggjafarþing — 60. fundur,  18. jan. 2011.

dómstólar.

246. mál
[14:35]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og ég tók fram í ræðu minni í 2. umr. um þetta mál stendur vilji þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að styrkja og efla dómskerfið svo það geti sinnt verkefnum sínum. Með þessu frumvarpi eru lagðar til leiðir til þess en við höfum í umræðunni bent á önnur úrræði og aðrar aðgerðir sem við teljum að hugsanlega sé skynsamlegra að fara.

Líkt og hv. þm. Róbert Marshall nefndi höfum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskað eftir því að málið verði tekið til umfjöllunar í hv. allsherjarnefnd milli 2. og 3. umr. vegna efnisatriða frumvarpsins og einnig vegna þeirra breytingartillagna sem meiri hlutinn leggur til. Að svo komnu og í ljósi þess mun Sjálfstæðisflokkurinn og þingmenn hans sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu.