141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[10:43]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þingmenn átti sig á því að það að veita heimildir til sölu á hlut ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankanum umfram 70% og í sparisjóðunum snýst ekki bara um það einfalda atriði kaup og sölu. Þetta snýst um skipan fjármálaþjónustu landsins. Sá vettvangur er í efnahags- og viðskiptanefnd miklu frekar. Óskað var eftir því að málið kæmi þangað til meðferðar, sú varð ekki raunin enda skilst mér að aðeins hafi verið fjallað um það í morgun en ekki formlega sem slíkt. Mér finnst óásættanlegt að svona stór mál komi ekki með formlegum hætti til nefndarinnar enda ætti það að mínu mati miklu frekar að heyra undir efnahags- og viðskiptanefnd því að það snýr að málefnum hennar. (Forseti hringir.) Ég styð frávísunartillöguna því að ég tel að málið eigi að vera í öðrum farvegi í þinginu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)